Nú fer að líða að ReyCup 2025!
Greiða þarf mótsgjöld fyrir 5. júlí 2025. Ef lið hefur ekki greitt þá missir það lið sætið sitt og lið af biðlista er tekið inn.
Mikilvægar upplýsingar er að finna hér:
Skráning:
-Hægt er að velja mismunandi pakka fyrir eitt lið, setja þarf athugasemd með greiðslu hvað er verið að greiða fyrir ef leikmenn taka mismunandi pakka.
-Það er ekki hægt að millifæra, aðeins greiða í gegnum heimasíðuna https://reycup.is/prices/
-Enn er hægt að skrá ný lið í mótið.
-Borga þarf lið sem heild.
-Hægt er að bæta við 1-5 leikmönnum allt að viku fyrir mót. Setja í athugasemd hvaða lið er verið að bæta við.
-Ef leikmenn detta út fyrir mót fást mótsgjöld endurgreidd (aðeins ef ástæða skilar sér á reycup@reycup.is fyrir 24. júlí).
Skráning nýrra liða: https://reycup.is/registration/skraning/
Styrkleikaröðun:
-Farið er eftir skráningu liða, Íslandsmótum og öðrum svipuðum mótum.
Leikjaplan, dagskrá og gistiplan:
-Leikjaplan verður birt á miðlum ReyCup í í júlí.
-Niðurröðun í skóla er birt í byrjun júlí (séróskir þarf að senda á reycup@reycup.is).
-Dagskrá verður birt 1. júlí.
Mælum með að fylgjast vel með á okkar samfélagsmiðlum fram að móti en þar munum við tilkynna erlend lið, tilkynna hverjir spila í sundlaugarpartyi og á ReyCup ballinu!