Rey Cup er alþjóðleg knattspyrnu- og gleðihátíð þar sem ungu íslensku knattspyrnufólki gefst kostur á að keppa sín á milli og við önnur sterk erlend lið héðan og þaðan úr heiminum.
Á Rey Cup 2017 hafa nú þegar 10 erlend lið skráð sig til leiks. Auk liða víðsvegar úr Evrópu verður lið frá Síle, Suður-Ameríku í fyrsta skipti með.
Við minnum forsvarsmenn liða á að skrá lið sín sem fyrst til að tryggja þeim þátttöku á mótinu. Undanfarin ár höfum við því miður þurft að loka mótinu þar sem við getum aðeins tekið á móti um 90 liðum.
Eftirtalin erlend lið hafa þegar skráð sig til þátttöku:
Burnley FC, England – PL
Sunderland FC, England – PL
Norwich, England – 1. deild
Brigthon & Hove Albion, England – 1. deild
Fleetwood Town FC, England – 2. deild
Partick Thistle FC, Skotland
HB Köge, Danmörk
Kristianstad, Svíþjóð
NUK, Grænlandi
Santiago Estación Central, Síle