Erlend lið á Rey Cup 2018

Þegar  hafa 10 erlend lið staðfest þátttöku og fleiri eru væntanleg. Einnig hefur töluverður fjöldi íslenskra liða þegar skráð sig. Erlendu liðin eru bæði þekkt stór félög ásamt minni liðum.

Meðal liða sem þegar hafa skráð sig eru ensku félögin Fulham , Watford, Fleetwood Town og Brigthon & Hove Albion.

Norwich City hefur tekið þátt síðastliðin fimm ár og er vona á þeim í sjötta árið í röð. Þá hefur skoska úrvalsdeildarliðið Partick Thistle staðfest þátttöku bæði 4 flokki og 3. flokki drengja. Einnig hafa lið frá Færeyjum og Bandaríkjunum staðfest þátttöku.

Mótið, sem verður haldið dagana 26.-29.júlí,  fer nú fram í sautjánda skiptið. Undan farin ár hefur verið uppselt á mótið og biðlisti. Félög eru því hvött til huga fyrr en síðar að skráningu, en henni líkur 15.maí .

Skrá lið á Rey Cup 2018