Nú þegar hafa 12 erlend lið frá 10 félögum staðfest þátttöku á Rey Cup í júlí. Um er að ræða lið í öllum flokkum stúlkna og drengja.
Liðin sem hafa þegar staðfest eru Fulham, Watford, Fleetwood Town(2 lið) og Brigthon frá Englandi. Frá Skotlandi kemur Partick Thistle, frá Færeyum kemur KÍ Klakksvík(2 lið), frá Noregi kemur Rælingen og svo eru þrjú lið frá Bandaríkjunum búin að staðfesta.
Enn fleiri erlend félög eru að hugsa málið og því er mikilvægt fyrir þau íslensku lið sem hafa ákveðið sig að skrá liðin sem fyrst til leiks.
Skráningu lokar 15, maí. Í fyrra var uppselt á mótið.