Fordómar eru ekki liðnir á ReyCup – Football and Fun

Í gær, laugardag, kom upp atvik þar sem leikmaður varð fyrir fordómum.

Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim aðilum sem komu að málinu en ReyCup vill koma á framfæri við öll sem að mótinu koma á einn eða annan hátt að fordómar séu ekki, verði ekki og hafi aldrei verið liðnir.

Við viljum biðla til allra á mótasvæði, liðstjóra og þjálfara að standa saman gegn fordómum og tilkynna öll atvik til mótsstjórnar. 

Verði keppandi, þjálfari eða aðstandandi uppvís að slíku er refsingin tafarlaus brottvísun úr mótinu. Einnig gæti liði viðkomandi verið vísað úr keppni.

Stöndum öll saman gegn fordómum af öllu tagi.

Kær kveðja, 

stjórn ReyCup 2024

ReyCup – Football and Fun – is no place for prejudice.

Yesterday an incident occurred where a player faced discrimination.

We have not yet identified the individuals involved, but ReyCup wants to make it clear to everyone associated with the tournament in any capacity that prejudice is not, will not, and has never been tolerated.

We urge everyone, including team leaders and coaches, to stand together against prejudice and report any incidents to the tournament management.

If a participant, coach, or supporter is found engaging in such behavior, they will be immediately expelled from the tournament. The team of the offender may also be disqualified from the competition.

Let us all stand united against all forms of discrimination.

Best regards, The ReyCup tournament management