Athugið að á miðnætti tóku í gildi hertari sóttvarnarreglur. Fjöldatakmarkanir verða 200 manns. Því verður stúkunum á Eimskipsvelli og Laugardalsvelli skipt í svæði A og B með tveimur inngöngum. Munum einnig að nándarregla er 1 m og viljum við biðja alla að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Við höfum gert ráðstafanir í skólunum þannig að þar verði aldrei 200 manns saman í rými. Einnig er ReyCup á undanþágu með veitingasöluna. Að lokum verður engin verðlaunahátíð á Eimskipsvelli í dag heldur verður bikar og verðlaunapeningar afhentir eftir leik liða á þeim völlum sem þau spila. Kveðja stjórn ReyCup