Tilkynning frá stjórn ReyCup

Upp hefur komið sú staða að covid smit greindist hjá einum keppanda á mótinu í dag og í kjölfarið er það lið og mótherji þess farið í sóttkví. Þess má geta að um aðeins einn leik var að ræða í dag og viðkomandi lið voru hvorki í gistingu né sameiginlegum mat.  Þá dró eitt félag sig úr keppni áður en mót hófst vegna covid smits aðstandanda.
Allir aðilar hafa verið upplýstir sem málið viðkemur.
Allar ákvarðanir varðandi aðgerðir eru teknar í samráði við almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld. Við munum halda áfram dagskrá og skipulagi varðandi gistingu óbreyttu að sinni.
ReyCup er fyrst og fremst fótboltahátíð barnanna okkar sem hafa orðið hvað verst úti í þeim takmörkunum sem fylgt hafa covid. Við munum því leggja höfuðáherslu á að gera þessa hátíð eftirminnilega fyrir þau en þó með þeim takmörkunum kunna að vera settar í samstarfi við almannavarnir.
Fyrst og fremst þykir okkur leiðinlegt að barn á mótinu sé smitað og að lið hafi þurft að kveðja okkur og hætta keppni. Hugur okkar er hjá þeim.

Góðar kveðjur til ykkar allra frá stjórn ReyCup