Tilkynning til félagsliða.

Í ár er mjög mikill áhugi á ReyCup, fjöldi liða er nú þegar meiri en fjöldinn í fyrra sem þó var meiri en áður hefur þekkst.  Til að reyna að koma sem flestum liðum á mótið höfum við gripið til eftirfarandi ráðstafanna.  

  • Við hefjum mótið miðvikudaginn 21. júlí með nokkrum fjölda leikja, tímasetningar verða auglýstar síðar.
  • Við notum velli á svæði Víkings í Fossvoginum, vellir á svæði Fram í Safamýri verða ekki notaðir.
  • Við munum aðeins hafa 1 dómara á leikjum í 4. flokki C, karla og kvenna.
  • Við förum fram á að greiðsla þátttökugjalda berist eigi síðar en 1. júlí, til að tryggja að staðfestur fjöldi liða liggi fyrir vel fyrir mót.
  • Við biðjum þjálfara að manna lið einungis með leikmönnum fæddum á árunum 2005 – 2008, ekki láta leikmenn í 5. flokki „spila upp fyrir sig“, þeirra bíða tækifæri til þátttöku í ReyCup í framtíðinni. 
  • Ef kemur til þess að við þurfum að takmarka fjölda liða í gistingu í skólum, munu lið af landsbyggðinni ganga fyrir. 

Þrátt fyrir þetta, er aðsóknin það mikil, að við verðum að segja nei við einhver lið og okkur þykir það miður.  Einhver fjöldi liða er á biðlista og við munum nota næstu daga til að fara yfir hann.  

Við vonumst eftir góðu samstarfi við alla þátttakendur, þjálfara og foreldrar.  Með því verður ReyCup 2021 jafn gott og fyrri mót, þrátt fyrir u.þ.b. 50% aukningu í fjölda liða.

Kær kveðja,

Stjórn Rey Cup