Tjaldsvæði í Laugardal – ReyCup

Tjaldsvæði í Laugardal meðan ReyCup 2022 stendur yfir.
Skráning á tjaldsvæðið opnar kl 09:00 í fyrramálið 24.06.
Við mælum með að tryggja sér stæði sem fyrst:
Við erum að opna svæði fyrir bókanir á tímabilinu 19.7.-27.7.
• Svæði fyrir húsbíla / lítil hjólhýsi (sem þurfa aðgang að rafmagni. (RV/CARAVAN Pitch).
• Stæði fyrir hjólhýsi (lengri en 7m) sem þurfa aðgang að rafmagni (SuperSize Pitch)
• Einnig ætlum við með aðstoð borgarinnar að útbúa ca 15 stæði til viðbótar upp á efra svæði
fyrir stærri hjólhýsi sem þurfa ekki rafmagn / ganga fyrir sólarsellum. Þar má einnig vera með
fellihýsi / fortjöld en ekki inn á bílasvæðinu. Við reyndum þetta í fyrra og sáum að þetta
getur gengið með undirbúningi og góðum vilja en þurfum að undribúa. Því biðjum við að þeir
sem falla þarna undir skrifi okkur beint (REYCUP22 í Subject) og bóki þetta
svæði: info@reykjavikcampsite.is.
Nóg er til af svæði fyrir gamla góða tjaldið!
Fyrir alla gildir þessar öryggisreglur :
• 1 stæði fyrir 1 svefneiningu.
• húsbílum/hjólhýsum þarf að snúa með beislið fram.
• aukabílar skulu geymdir fyrir utan svæði
• 4m+ eiga að vera á milli bíla
• Einnig vísum við á reglur Tjaldsvæðsins um almenna umgengni.
• Starfsfólk er á svæðinu allan sólarhringinn þessa viku. Móttakan er opin frá 8:00 – 23:00