Yfirlýsing ReyCup og Knattspyrnudeildar Selfoss

Sameiginleg yfirlýsing frá stjórn ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss.

Í gær, laugardaginn 25.07. kom í ljós að í Laugardalshöll í svefnsal stúlknaliða Selfoss sem þátt hafa tekið í ReyCup, var eftirlitsmyndavél sem ekki var slökkt á.

Stjórn mótsins var gert viðvart um leið og málið uppgötvaðist og þá var strax slökkt á vélinni.

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu sem hefur þegar hafið rannsókn þess.

Stjórn ReyCup harmar þessa stöðu sem upp er komin og lýsir fullum stuðningi við þær stúlkur sem þarna gistu.

Ekkert bendir til þess að um neinskonar ásetning sé um að ræða, heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem er afskaplega miður og vill stjórn mótsins biðjast velvirðingar á því.

Stjórn ReyCup og fulltrúar Knattspyrnudeildar Selfoss hafa unnið að í góðu samstarfi að því að finna þessu máli réttan farveg í samstarfi við lögreglu.