Yfirlýsing stjórnar ReyCup

Yfirlýsing stjórnar ReyCup

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Rey cup í dag vill stjórn ReyCup koma eftirfarandi á framfæri. 

ReyCup er alþjóðlegt knattspyrnumót sem haldið hefur verið samfleytt í 20 ár. Mótið í ár er það 21. í röðinni. Á mótinu koma saman unglingar á aldrinum 13-16 ára víðs vegar að úr heiminum og hefur það verið kappsmál mótshaldara að haga umgjörð mótsins þannig að upplifun þátttakenda og aðstandenda verði sem eftirminnilegust. Í því felst að skapa öruggt umhverfi þar sem allir geta notið sín. Tugir þúsunda ungmenna frá fjölmörgum löndum hafa tekið þátt í ReyCup á þessum tveimur áratugum. 

 

Í 20 ára sögu mótsins hefur einungis komið upp eitt tilvik þar sem keppendur hafa tilkynnt áreiti til mótsstjórnar.  Um leið og tilkynning barst var brugðist hart við og viðkomandi liði meinuð þátttáka á öðrum viðburðum en knattspyrnuleikjum. Af því urðu ekki frekari eftirmálar.  

 

Stjórn ReyCup hafnar því að ólíkir menningarheimar skapi vandamál á mótinu. Fjölmenningarlegt yfirbragð ReyCup er þvert á móti einn helsti styrkleiki mótsins enda gefst þátttakendum kjörið tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum, bæði innan og utan vallar. 

Vert er að taka fram að enginn í stjórn ReyCup hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla og hefur enginn fjölmiðill haft samband við ReyCup vegna málsins. 

Til áréttingar bendir stjórn ReyCup á þær reglur sem gilda á meðan móti stendur. 

Hart verður tekið á hvers konar áreiti, mismunun eða óvirðingu gagnvart öðrum liðum og mun slík hegðun leiða til brottvísunar frá móti ReyCup. 

-Hvert og eitt lið verður að vera í fylgd liðstjóra. 

-Keppnisarmbönd gilda sem aðgöngumiði (þátttakendur ReyCup 13-16 ára).

-Engir utanaðkomandi einstaklingar eru leyfðir á svæðinu

og ekki er hægt að kaupa sig inn. 

-Gæsla ReyCup, Laugardalslaugar og Hilton sér um að

athuga armbönd og tryggja það að hvert lið sé í fylgd

liðsstjóra.

-Ef upp koma neikvæð eða athugunarverð atvik á okkar viðburðum skal

tilkynna það til mótsstjórnar.

Stjórn ReyCup hvetur alla þátttakendur að sækja viðburði ReyCup 2022, óháð kyni, aldri eða menningaruppruna. Hins vegar er það ákvörðun hvers og eins liðs að taka ákvörðun um þátttöku sína á mótinu og viðburðum þess.